Minni Borg er í 70 km fjarlægð frá Reykjavík, við Biskupstungnabraut. Í gönguvegalengd frá húsunum eru nýlenduvöruverslun og bensínsala. Þar er einnig félagsheimili með góðri fundaaðstöðu og skemmtileg sundlaug þar við hlið. Aðkoma að svæðinu verður eins góð og hægt er að hugsa sér allt árið.