Minniborgir 80m2

80 m2 húsin eru 7 talsins og öll eins búin. Eru þau leigð sem mest út í heilar vikur yfir sumartímann, annars helgar. Við þau eru sér heitir pottar og gasgrill. Þá er einnig þráðlaus internet tenging. Hvert hús hefur 9 rúmstæði (fjögur tvöföld rúm og ein koja) í tveimur herbergjum niðri og á rúmgóðu efra lofti. Þá eru líka tvær aukadýnur fyrir krakka til að sofa á gólfi. Þessi hús eru sérstaklega hentug t.d. fyrir 2 fjölskyldur. Stór verönd er við hvert hús sem og verandarhúsgögn. Innandyra er t.d. uppþvottavél, tvö sjónvörp, DVD spilari og myndbandstæki. Ísskápur er rúmgóður. Dýnur í rúmum eru af vandaðri gerð. Stutt er í leikvöll fyrir börnin.